Færsluflokkur: Menning og listir

Æfingaferð!

Þarsíðustu helgi héldum við hin fjögur fræknu í æfingaferð á Selfoss. Leikfélag Selfoss gerðist svo vinalegt að leyfa okkur að nota húsnæði sitt undir æfingar og gistiaðstöðu og þökkum við þeim kærlega fyrir hugulsemina. Þið eruð frábær.

 Við lögðum í hann á föstudeginum og nýttum kvöldið í það að skoða okkur um á Selfossi og finna ákjósanlegan stað fyrir sýninguna. Í fyrstu gengum við um bæinn en að lokum enduðum við í miðjum Þrastalundi. Við kolféllum fyrir staðnum og stemmningunni svo við ákváðum að þar yrði unnið og sýnt.

 Eftir góðan göngutúr og miklar umræður og vangaveltur yfir því hvernig við ættum að fara að því að slökkva ljósin í leikhúsinu, lögðumst við til hvílu -með eina litla ljóstýru sem engan veginn var hægt að slökkva.

 Morguninn eftir var ræs klukkan átta og allir ofsalega hressir í morgunmatnum. Eftir hann var haldið út í sól og sumar og keyrt út í Þrastalund. Við skoðuðum lundinn betur, fundum út staðsetningar og æfðum okkur fram að hádegi. Hádegismatur og pása fyrir innkaup og sólbað. Veðrið var æðislegt og við æfðum úti allan daginn og fram á kvöld. Þá fórum við í smá pikk-nikk á bakvið leikfélagið, rétt við ána. Þar var þó ekki gamanið búið, heldur ræddum við verkið fram og aftur og veltum umheiminum fyrir okkur. Ótrúlega líflegar, heimspekilegar og djúpar samræður við árbakkann sem skiluðu sér beint í handritið og þaðan í sýninguna okkar. Eftir miklar umræður héldum við innfyrir þar sem gamanið hélt áfram fram eftir nóttu. Okkur tókst að finna út hvernig slökkva ætti öll ljós svo við sváfum í myrkrinu þá nóttina.

 Morguninn eftir var ræs um ellefu og mannskapurinn sjaldan jafn hress. Eftir morgunmat tókum við saman dótið okkar og síðan var haldið út í Þrastalund þar sem var unnið fram undir fjögur. Enn skein sólin á okkur en golan lét ekkert sjá sig svo við gáfumst fljótt upp á því að æfa vegna mýflugnanna sem létu okkur ekki í friði. Við gáfumst þó ekki endanlega upp heldur héldum heim á okkar heimasvæði - Hellisgerði. Þar æfðum við í dágóða stund en höfðum gleymt að taka sólina með okkur að sunnan, svo það fór að rigna.

Um sex leytið héldu allir heim á leið eftir mikla vinnutörn sem skilaði ótrúlegum árangri fyrir sýninguna okkar. Enn og aftur þökkum við Leikfélagi Selfoss fyrir að lána okkur aðstöðuna sína.

Takk fyrir okkur!

Fyrir hönd hópsins,
Guðrún Sóley


Mitt æfingatímabil


Þá er æfingatímabil sumarsins hálfnað og allt gengur vel. Verkið að fæðast smám saman og lýtur út fyrir að við séum með stórgóða sýningu í höndunum.

Æfingaferð verður farin núna 18.-20. júlí á Selfoss og verður gaman að sjá statustinn eftir hana!

Frumsýning er svo áætluð um verslunarmannahelgina :o)

Jenný


Fyrsta æfing!

Fyrsta æfing sumarsins verður á morgun, þann 18. júní, í Hellisgerði í Hfj. kl. 20:00

Ef þú hefur áhuga á að vera með þá endilega láttu sjá þig!


Margt búið að gerast!

Jæja hvernig væri nú að fara gera þessa síðu aðeins virkari?

Margt búið að gerast síðan hún var búin til.

Við erum komin með leikstjóra og heitir hann Snæbjörn og var að útskrifast af Fræði og Framkvæmd hjá LHÍ og ætlar hann að vinna með okkur Devised sýningu út frá þemanu Heimska og Hamingja. Hópurinn mun því í sameiningu búa til sýninguna út frá allskonar verkefnum og æfingum.

Helga okkar Ragnarsdóttir mun svo sjá um tónlistina en hún er einmitt tónsmíðanemi í LHÍ.

Æfingar eru að fara að hefjast núna 18. júní í Hellisgerði í Hafnarfirði en þar munum við einnig sýna. Auk þess munum við fara í leikferðir eitthvað út á land.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt á einhvern hátt þá endilega hafðu samband á leikfelagid.synir@gmail.com og líka ef þú hefur áhuga á því að fá fréttir af félaginu. 


Þá er...

Leikfélagið Sýnir orðið aðeins sýnilegra.

Verið er að búa til (nýjan) póstlista; þeir sem vilja vera á honum endilega sendi póst á:

leikfelagid.synir@gmail.com, já eða bara setja inn komment! 


Um bloggið

Leikfélagið Sýnir

Höfundur

Leikfélagið Sýnir
Leikfélagið Sýnir

Formaður: Jenný Lára Arnórsdóttir

Gjaldkeri: Gerður Halldóra Sigurðardóttir

Ritari: Guðrún Sóley Sigurðardóttir

Varastjórn: Helga Ragnarsdóttir og Elfa Dröfn Stefánsdóttir 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • plakat3[1]
  • plakat3[1]
  • plakat3[1]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 192

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband